Innlent

Kompás-hestaníðingur greiðir sekt

Myndir af atvikinu birtust í Kompás.
Myndir af atvikinu birtust í Kompás.

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt í ríkissjóð, eða sæta 14 daga fangelsi, fyrir að fara illa með, hrekkja og meiða hross á hlaði við bæinn Vatnsenda í Elliðavatni í Kópavogi. Atvikið átti sér stað í apríl 2007.

Maðurinn var ákærður eftir að fréttaskýringaþátturinn Kompás sýndi myndir af honum slá hrossið með píski af afli í andlit og annars staðar í höfuð, slá það ítrekað með flötum lófa og krepptum hnefa af afli í andlit, annars staðar í höfuð og í hægri síðu. Hann sparkaði svo með hægra hné fast í kvið hrossins.

Maðurinn játaði á sig brotin. Hann sagðist hins vegar ekki hafa beitt afli við að slá hestinn. Þá sagðist hann telja að þessi aðferð hans hafi skilað árangri og væri til þess fallin að ná kergju úr hesti. Dýralæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði hins vegar, eftir að hafa skoðað myndband af atvikinu, að þessi hegðun mannsins ætti ekkert skylt við tamningu og væri ekki til þess fallin að ná kergju úr hesti. Niðurstaða hans var því að maðurinn hefði farið illa með hestinn, hrekkt hann og meitt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×