Viðskipti erlent

Reiknar með að evran kosti meira en 250 krónur eftir flotið

Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, segir að hann reikni með að evran muni kosta meir en 250 krónur þegar krónan verður sett á flot aftur.

Þetta þýðir a.m.k. um 40 prósenta gengisfall frá núverandi stöðu en samkvæmt gengi Seðlabankans kostar evran 177 krónur. Og gangi þetta eftir myndi gengisvísitalan hækka um nær 100 stig og fara í um það bil 330 stig.

Í samtali við Bloomberg-fréttaveituna segir Christensen að Íslendingar verði að sætta sig við að töluverður þrýstingur verði á krónuna þegar hún verður sett á flot aftur.

Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities, segir að væntingar Seðlabanka Íslands um hvar krónan muni ná stöðuleika séu mjög bjartsýnar. „Það er trúverðugleikinn sem er mjög mjög aðkallandi," segir Siegenthaler.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×