Um hvað er deilt? Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júlí 2008 08:00 Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun