Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar 1. október 2008 12:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MYND/Arnþór Birkisson Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu." Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu."
Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira