Þorgerður sagði hugmyndir um þjóðnýtingu makalausar 1. október 2008 12:08 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MYND/Arnþór Birkisson Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu." Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur mánuðum ræddi Richard Thomas, sérfræðingur hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Merill Lynch um stöðuna hjá íslensku bönkunum. Hann gagnrýndi stjórnvöld harðlega og vildi meina að með aðgerðarleysi sínu keyrðu stjórnvöld íslensku bankana í þrot með það að markmiði að taka þá svo aftur í sína eigu. Í fréttum Sjónvarpsins frá 25.júlí segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem þá var starfandi forsætisráðherra ,ummælin makalaus og spyr hvort Thomas þurfi ekki á endurmenntun að halda. Ummæli Thomas vöktu nokkra athygli á þessum tíma en hann ræddi meðal annars um hátt skuldatryggingarálag bankanna. Þá var skyldatryggingarálag Glitnis yfir þúsund stig en það gæfi til kynna að markaðurinn teldi bankana ekki geta greitt skuldir sínar að mati Thomas. Í fyrrnefndum fréttatíma segist Þorgerður alveg undrandi. „Mér finnst þetta makalaus ummæli hjá svona virtum fjárfestingarbanka og það hvarflaði að mér um tíma hvaða annarlegu sjónarmið búa þarna að baki því þetta á ekki við nein rök að styðjast. Ég spyr líka sem menntamálaráðherra hvort þessi maður þurfi ekki á endurmenntun að halda?," sagði Þorgerður. Ummæli Thomas virðast hafa átt við nokkur rök að styðjast miðað við atburði síðustu daga og yfirtöku ríkisins á Glitni. Þorgerður sagði einnig í umræddu viðtali að verið væri að vinna að gerð fjárlaga sem ættu að endurspegla ákveðna ábyrgð sem fæli í sér að hjólum atvinnulífsins yrði haldið áfram. „...og síðan er náttúrulega það sem skiptir máli að við sjáum vonandi fram á að Seðlabankinn fari nú að lækka vexti því fyrirtækin eiga mjög erfitt með að reka sig með þessu háa vaxtaálagi sem hér er í landinu."
Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norðurál fari gegn samningi og Orkuveituna vanti milljarða í reksturinn Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Sjá meira