Róbert Sighvatsson mun taka við þjálfun Víkings af Reyni Þór Reynissyni á næstu dögum en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla á dögunum.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en auk þess að þjálfa meistaraflokk karla mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka.
Róbert lék síðast og þjálfaði Wetzlar í Þýskalandi en hann á að baki langan atvinnumannaferil í Þýskalandi.