Erlent

Tugir látnir í flóðum í Kína

Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið og ein og hálf milljón manna þurft að yfirgefa hemili sín vegna mikilla flóða í Suður-Kína. Flóðin hafa leikið Sisjúan hérað illa en þar er fólk enn að jafna sig eftir skjálftann í síðasta mánuði.

Gríðarlega mikil úrkoma hefur verið í suðurhluta Kína undanfarna daga. Í Gúangdong hérðaði mældist sólarhrings úrkoma 415 millimetrar þegar hún var hvað mest. Ár hafa víða flætt yfir bakka sína og akrar og bæir farið undir vatn. Um ein og hálf milljón manna hafa þurt að yfirgefa heimili sín og þá hafa að minnsta kosti 55 látið lífið.

Flóðasvæðið nær alls yfir níu héruð í suðurhluta Kína og er eyðileggingin gríðarleg. Er um að ræða verstu flóð á svæðinu í nærri hálfa öld.

Sisjúan hérað hefur einnig orðið illa úti í flóðinu og þúsundir manna neyðst til að flýja heimili sín. Þar er fólk enn að jafna sig eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að um 70 þúsund manns létu lífið.

Spáð er áframhaldandi úrkomu á svæðinu næstu tíu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×