Erlent

Hermönnum sigað á vasaþjófa

Silvio Berlusconi, Ítalíu.
Silvio Berlusconi, Ítalíu. MYND/AP

Ítalska ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda hermenn út á götur stórborga landsins til þess að stemma stigu við glæpum. Málið hefur varkið deilur á Ítalíu en stjórnarandstæðingar líkja hugmyndinni við aðgerðir herforingjastjórna.

2500 hermenn verða á notaðir næsta árið og verður þeirra fyrst vart á lestarstöðinni í Mílanó þar sem mikið er um vasaþjófa. Það er ekki einungis stjórnarandstaðan sem er ósátt við málið heldur eru lögregluyfirvöld ekki ánægð þar sem þeim finnst vegið að sér. Með því að kalla eftir aðstoð hersins finnst lögreglunni að verið sé að segja að þeir hafi misst tökin í baráttunni við glæpamenn.

Herinn hefur aðeins einu sinni áður verið kallaður til aðstoðar á ítölsku landsvæði frá lokum seinni heimstyrjaldar. Það var á Sikiley þegar dómararnir Giovannni Falcone og Paolo Borsellino voru myrtir af mafíunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×