Erlent

Bretar aðstoða Bush í leitinni að Bin Laden

Gordon Brown smellir kossi á kinn Lauru Bush á meðan George horfir á.
Gordon Brown smellir kossi á kinn Lauru Bush á meðan George horfir á. MYND/AP

Meiri styrkur hefur á síðustu vikum verið settur í leitina að Osama bin Laden. Breska dagblaðið the Times hefur þetta eftir heimildarmönnum úr bandarísku leyniþjónustunni. Blaðið segir að George Bush leggir nú hart að mönnum sínum að finna manninn sem sagður er bera ábyrgð á árásunum 11. september 2001, áður en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í nóvember.

Blaðið segir að breskar sérsveitir taki nú þátt í leitinni sem fari að mestu fram í fjallahéruðum Pakistans. Það mun vera í fyrsta skipti sem breskir hermenn fara yfir landamæri Afganistans í skipulögðum aðgerðum.

Bush er sagður trúa því að honum verði minnst á annan hátt í sögubókum framtíðarinnar ef hann geti státað af því að hafa drepið Saddam Hussein og handsamað Osama bin Laden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×