Sund styrkir sjálfstraust 24. júlí 2008 06:00 „Sundið er mikilvægur hluti af íslenskri menningu,“ segir Amal Tamimi framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. Fréttablaðið/Vilhelm. Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið
Jafnréttishús í samstarfi við Sundhöll Hafnarfjarðar efnir til sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna og hefst það 26. júlí kl. 13. Algengt er að konur sem hingað hafa flust úr fjarlægum löndum kunni ekki að synda. Þar með eru þær útilokaðar frá þeirri ágætu íþrótt og þeim félagsskap sem sundinu fylgir. Jafnréttishúsi þykir því tilhlýðilegt að bjóða upp á sundnámskeið í samstarfi við sundlaugarnar fyrir konur af erlendu bergi brotnar. Fyrsti tíminn er nú á laugardaginn, 26. júlí í Sundhöll Hafnarfjarðar og áformað er að halda slík námskeið einnig í Grindavík og Breiðholti. „Sund er mikilvægur hluti af íslenskri menningu og við viljum gefa konunum kost á að kynnast því,“ segir Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss. „Fyrir utan að styrkja líkamann með því eflir það sjálfstraust þeirra og eykur félagsþroska því þar blandar fólk geði hvert við annað.“ - gun
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið