Kaupþing óskar eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum 2. desember 2008 08:28 Gamla Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum. Þingfesti bankinn svokallaða Chapter 15 gjaldþrotabeiðni þess efnis við gjaldþrotadómstólinn í Southern District í New York síðdegis í gær. Gamli Glitnir gerði slíkt hið sama við gjaldþrotadómstólinn í Manhattan í síðustu viku. Í frétt Reuters um málið kemur fram að eignir Kaupþings í heild nemi tæplega 15 milljörðum dollara eða yfir 2.000 milljörðum kr. og þar af séu eignirnar í Bandaríkjunum 222 milljón dollarar. Skuldir eru sagðar nema 26 milljörðum dollara eða tæplega 3.300 milljörðum kr.. Ólafur Garðarsson fer með málið fyrir Kaupþing í New York og við þingfestinguna fór hann fram á málsmeðferð fyrir þrotabú bankans á Íslandi yrði viðurkennd í Bandaríkjunum. "Hið endanlega markmið er að fullnægja kröfum allra kröfuhafa og reyna að viðhalda verðnæti eignan bankans eins og hægt er," segir Ólafur í samtali við Reuters. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gamla Kaupþing hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum. Þingfesti bankinn svokallaða Chapter 15 gjaldþrotabeiðni þess efnis við gjaldþrotadómstólinn í Southern District í New York síðdegis í gær. Gamli Glitnir gerði slíkt hið sama við gjaldþrotadómstólinn í Manhattan í síðustu viku. Í frétt Reuters um málið kemur fram að eignir Kaupþings í heild nemi tæplega 15 milljörðum dollara eða yfir 2.000 milljörðum kr. og þar af séu eignirnar í Bandaríkjunum 222 milljón dollarar. Skuldir eru sagðar nema 26 milljörðum dollara eða tæplega 3.300 milljörðum kr.. Ólafur Garðarsson fer með málið fyrir Kaupþing í New York og við þingfestinguna fór hann fram á málsmeðferð fyrir þrotabú bankans á Íslandi yrði viðurkennd í Bandaríkjunum. "Hið endanlega markmið er að fullnægja kröfum allra kröfuhafa og reyna að viðhalda verðnæti eignan bankans eins og hægt er," segir Ólafur í samtali við Reuters.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira