Viðskipti erlent

Olíuverð enn og aftur í methæðum

MYND/Reuters

Olíuverð heldur áfram að hækka og náði enn einu hámarkinu í dag þegar tunnan fór í nærri 115 dollara.

Fréttir af minnkandi birgðum af hráolíu í Bandaríkjunum hafa stuðlað að hækkun olíuverðsins en sérfræðingar höfðu búist við að birgðirnar myndu aukast um 1,8 milljónir tunna.

Búist er við að bensínverð hækki í kjölfar þessara tíðinda en vonast er til að olíuverðið hafi náð hámarki þar sem góð tíðindi bárust frá mexíkóskum olíumörkuðum í dag. Góðviðri á Mexíkóflóa þýðir að hægt er að opna fleiri olíuborpalla og olíuhafnir og framleiða meiri olíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×