Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu í kjölfar Wall Street

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun í kjölfar lækkunar á Wall Street í gær sem aðallega var til komin vegna vandræða bandarískra bílaframleiðenda.

Nikkei-vísitalan lækkaði um tæp tvö prósentustig og KOSPI-vísitalan í Kóreu um 3,2 prósentustig. Fjárfestar eru sagðir hafa þungar áhyggjur af æ umfangsmeiri uppsögnum og minnkandi framleiðslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×