Viðskipti innlent

Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði

Guðmundur Bjarnason er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Guðmundur Bjarnason er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. MYND/E.Ól

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að halda vöxtum sínum óbreyttum eftir útboð á íbúðabréfum í gær. Þar var um að ræða fimmta útboð sjóðsins á árinu.

Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða áfram 4,9 prósent, en 5,4 prósent á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Á vef Íbúðalánasjóðs kemur fram á að stjórn sjóðsins ákvarði vexti veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána að viðbættu vaxtaálagi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×