Viðskipti innlent

Niðursveifla í rúmt ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Farið yfir málið Ingólfur Bender, forstöðumaður Geiningar Glitnis, fjallar um „bankakrísuna“.
Farið yfir málið Ingólfur Bender, forstöðumaður Geiningar Glitnis, fjallar um „bankakrísuna“. Fréttablaðið/GVA
„Niðursveiflan er rétt nýhafin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Glitnis og kveður hana munu standa út þetta og næsta ár líka. Hann fór yfir horfur í efnahagsmálum á morgunverðarfundi bankans í gær þar sem kynnt var ný þjóðhagsspá fram til 2011.

Í spánni kemur um leið fram að í niðursveiflu þessa árs og næsta muni hins vegar hverfa spenna sú sem hér hafi myndast í innlendu efnahagslífi og að hagvöxtur ætti að taka vel við sér árið 2010.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði í opnunarávarpi mörgum hafi komið á óvart hversu vel bankar hér og hagkerfið hafi staðið sig í mótbyr undanfarins árs.

„Í raun má segja að íslenski fjármálamarkaðurinn og hagkerfið hafi verið að ganga í gegn um samfellt álagspróf síðustu sex mánuði. Og staðið það vel af sér á meðan aðrir bankar, sumir mjög stórir og með langa sögu, hafa þurft að lúta í lægra haldi og orðið gjaldþrota.“

Þá kom fram í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Glitnis, að 2010 verði efnahagsumhverfið hagstæðara að öllu leyti og lánsfjárkreppan að líkindum liðin hjá. Hann fór yfir uppruna lánsfjárkreppunnar á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum og áhrif hennar.

Hann gerði ekki ráð fyrir viðsnúningi fyrr en botni væri náð á húsnæðismarkaði vestra seintnæsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×