Erlent

Vítisenglar dæmdir fyrir fíkniefnasmygl

Þrír Danir og breskur vitorðsmaður þeirra hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir smygl á 40 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur.

Danirnir þrír tengjast bifhjólasamtökunum Vítisenglum en Bretinn, sem er tæplega sextugur að aldri, er talinn vera höfuðpaurinn í málinu. Allir ákærðu neita sök og er búist við að dómur í málinu falli í nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×