Erlent

Íranar halda ótrauðir áfram kjarnorkuþróun

Mahmoud Ahmadinejad er hvergi banginn.
Mahmoud Ahmadinejad er hvergi banginn.

Íranir munu ekki gera hlé á auðgun úrans eins og vesturveldin hafa gert kröfu um. Á blaðamannafundi sem Mahmoud Ahmadinejad forseti landsins hélt í dag sagði hann að kjarnorkutilraunum landsins verði haldið áfram og að afstaða Írana til málsins hefði ekki breyst að neinu leyti.

Stórveldi á borð við Bandaríkin og Bretland hafa lagt hart að Írönum að hætta auðgun úrans en því er haldið fram að tilraunirnar miði að því að gera Írönum kleift að koma sér upp kjarnorkusprengjum. Írönum hefur því verið boðin margvísleg aðstoð og viðskiptavild, hætti þeir tilraununum. Ahmadinejad hefur hins vegar ávallt sagt að tilraunirnar séu einungis hugsaðar í friðsömum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×