Erlent

Gagnagrunnur á vonarvöl

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Einn umfangsmesti hryðjuverkagagnagrunnur Bandaríkjanna er við það að hrynja, vegna slælegra stjórnunarhátta og tæknilegra hönnunargalla.

Nefnd á vegum Bandaríkjaþings hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á áætlun sem gengur undir nafninu Railhead og hefur það markmið að uppfæra og bæta gagnagrunn hryðjuverkaeftirlitsmiðstöðvar landsins sem þjónar sextán leyniþjónustustofnunum þar.

Í gagnagrunninum er að finna upplýsingar um meira en 500.000 aðila og hefur uppfærsla hans kostað sem svarar rúmum 40 milljörðum króna. Þrátt fyrir kostnaðinn hafa tímaáætlanir ekki staðist, verktakar sem störfuðu við grunninn hafa margir hverjir hætt og fyrirspurnarmálið SQL sem grunnurinn notar hefur ekki virkað sem skyldi með þeim afleiðingum að tugþúsundir skilaboða frá leyniþjónustunni CIA til hryðjuverkamiðstöðvarinnar hafa ekki skilað sér með réttum hætti eða ekki verið unnið úr þeim.

Þá hefur gagnagrunnurinn margsinnis legið niðri undanfarna mánuði og er jafnvel til skoðunar að loka honum endanlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×