Erlent

Heilbrigðisstarfsfólk geti neitað að aðhafast vegna trúarskoðana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP

Ný reglugerð heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna ver hagsmuni starfsfólks á sjúkrahúsum sem neitar að taka þátt í fóstureyðingum af trúarástæðum.

Reglugerðinni er ætlað að tryggja réttindi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks á vegum hins opinbera sem koma að fóstureyðingum eða annars konar aðgerðum sem á einhvern hátt brjóta í bága við trú þeirra eða siðferðiskennd, segir Michael Leavitt heilbrigðisráðherra. Hann segir reglugerðina stuðla að því að starfsfólkið geti stundað lækningar í samræmi við það sem það telur rétt.

Ákvæði reglugerðarinnar taka til allra sem á einhvern hátt koma að aðgerðum, allt frá læknum til starfsfólks sem annast þrif áhalda og aðstöðu. Gagnrýnendur hinnar nýju regugerðar telja hana þránd í götu heilbrigðiskerfisins og muni hún torvelda almenningi að fá rétta meðhöndlun hjá réttum aðilum.

Öldungadeildarþingmaðurinn Hillary Clinton hefur einnig talað gegn reglugerðinni og sagt hana enn eitt dæmið um hvernig stjórn George Bush setur hugmyndafræði ofar vísindum og heilbrigði kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×