Erlent

Medvedev viðurkennir sjálfstæði Abkasíu og S-Ossetíu

Dmitry Medvedev forseti Rússlands lýsti í dag yfir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna í Georgíu. Ráðamenn í Georgíu svöruðu að bragði og sökuðu Rússa um að reyna að sölsa undir sig hluta af Georgíu.

Búast má við að ríkisstjórnir í Evrópu og Ameríku líti á yfirlýsinguna sem ögrun við sig. Vestrænar stjórnir hafa ítrekað varað Rússa við því að viðurkenna sjálfstæði héraðanna, Suður-Ossetíu og Abkasíu, og Bush Bandaríkjaforseti áréttaði nýlega að þau væru órjúfanlegur hluti af Georgíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×