Erlent

Merkel fordæmir ákvörðun Rússa

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdi í dag þá ákvörðun Dmitry Medvedevs forseta Rússlands að viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu, sjálfstjórnahéraða í Georgíu. Merkel, sem stödd er í Eistlandi, sagði ákvörðunina algjörlega óviðunandi.

Að hennar sögn munu næstu skref í samskiptum Rússa og Evrópusambandsins verða tekin á fundi sambandsins sem halda á í næstu viku.

Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu hafa hinsvegar fagnað fréttunum og hafa þeir farið þess á leit við Rússa að þeir komi sér upp herstöð í héraðinu.












Tengdar fréttir

Medvedev viðurkennir sjálfstæði Abkasíu og S-Ossetíu

Dmitry Medvedev forseti Rússlands lýsti í dag yfir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði aðskilnaðarhéraðanna í Georgíu. Ráðamenn í Georgíu svöruðu að bragði og sökuðu Rússa um að reyna að sölsa undir sig hluta af Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×