Að loknu kennaraþingi Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 15. apríl 2008 00:01 Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig er hægt að þjónusta félagsmenn þannig að þeir upplifi styrk í því að vera í stéttarfélagi? Hvaða þjónustu vilja félagsmenn fá hjá stéttarfélögum? Það þarf að vera á hreinu hvert hlutverk stéttarfélagsins er í hugum félagsmanna. Er það að berjast fyrir bættum kjörum eins og forðum eða er hlutverkið breytt og félagsmaðurinn sækist eftir þjónustu sem hefur jafnvel ekki verið skilgreind? Ef fólk er sammála um að grundvöllur stéttarfélagsins sé að gæta hagsmuna og réttinda félagsmanna og fara með samningsrétt um kaup og kjör þarf að huga vel að því að félagið sé í takt við grasrótina.Forystan tekur að sér að leiða stéttarbaráttuna en þeir sem gegna lykilhlutverki í að tengja hana og grasrótina eru trúnaðarmenn. Á þingi Kennarasambandsins sem haldið var dagana 9. -11. apríl lagði ég fram tillögu um þeir sem taki að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ fái viðeigandi félagsmálafræðslu og þjálfun. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um er að ræða fræðslu sem nýtist öllum sem veljast til starfa fyrir Kennarasamband Íslands og er sniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig. Kennarasambandið leggur til hugmyndafræði og þekkingu en þarf jafnframt að leita fanga út fyrir stéttarfélagið til að skoða það sem er vel gert annars staðar. Við þurfum að gera feiknarlegt átak í að fræða trúnaðarmenn þannig að þeir geti tekið þátt í að sinna því uppbyggingarstarfi sem þarf að fara fram innan hvers félags fyrir sig. Við þurfum að: • Hlusta á grasrót kennarasamfélagsins. • Komast að því hvert einstakir félagsmenn vilja að félagið stefni. • Tala saman um félagið okkar. • Sjá fyrir okkur, sem heild, hvert hlutverkið sé. Þessum markmiðum náum við aðeins með sameiginlegu átaki allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands. Þetta eru markmið sem þingið setti sér með því að samþykkja tillögu um félagsmálafræðslu til allra sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.