Erlent

Obama sló met hvað áhorf í sjónvarpi varðar

Barak Obama setti met hvað áhorf varðar er hann flutti lokaræðuna á flokksþingi Demókrata fyrir helgina.

Mælingar sýna að yfir 38 milljónir Bandaríkjamanna fylgdust með beinni útsendingu frá ræðunni í sjónvarpi. Fjöldinn sýnir að fjórða hvert heimili í landinu fylgdist með ræðunni.

Fyrra met átti George Bush bandaríkjaforseti er hann tók við útnefningu Repúblikanaflokksins í annað sinn árið 2004. Þá fylgdust tæplega 28 milljón manns með beinu útsendingunni af þeim viðburði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×