Erlent

Bretar vilja hætta viðræðum um samstarf við Rússa

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. MYND/AP

Bretar munu leggja það til að Evrópusambandið hætti viðræðum við Rússa um samstarfssamning vegna afskipta Rússa af málefnum Georgíu.

Þetta sagði talsmaður Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, í morgun en leiðtogar ESB-ríkjanna funda í dag um það hvernig bregðast eigi við hernaðaðgerðum Rússa í Georgíu og viðurkenningu þeirra á sjálfstæði héraðanna Suður-Ossetíu og Abkasíu.

Talsmaður Browns sagði enn fremur að þróun mála sýndi fram á það að Evrópusambandslöndin þyrftu að hætta að stóla á Rússa í orkumálum en Rússar selja bæði olíu og gas til stórra landa innan ESB. Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar hafa hins vegar viljað fara varlega í sakirnar varðandi refsiaðgerðir á hendur Rússum einmitt vegna þess hversu háðar þjóðirnar eru Rússum í orkumálum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×