Erlent

Jarðskjálftinn í Kína kostaði 32 lífið

Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhluta Kína um helgina kostaði 32 lífið og eyðilagði tæplega 260.000 heimili.

Skjálftinn mældist 5,6 á richter og upptök hans voru nálægt risaskjálftanum í Sichuan héraði sem kostaði 70.000 mannslíf í maí síðastliðnum.

Vegna skjálftans nú hafa rúmlega 150.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og talin er hætta á að þúsundir húsa muni hrynja á næstunni sökum hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×