Erlent

Styrkur Gústafs ekki eins mikill og búist var við

Eyðilegt er um að litast á götum New Orleans en flestir flúnir úr borginni.
Eyðilegt er um að litast á götum New Orleans en flestir flúnir úr borginni. MYND/AP

Fellibylurinn Gústaf breyttist úr þriðja stigs fellibyl í annars stigs byl nú í morgun og ólíklegt er að hann styrkist áður en hann gengur á land við suðurströnd Bandaríkjanna. Frá þessu greindi fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna nú eftir hádegið.

Búist er við því að Gústaf taki land nærri New Orleans um miðjan dag í dag og hafa íbúar borgarinnar flúið hana að skipun yfirvalda. Fellibylurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar á vestanverðri Kúbu í gær. Þar þurftu 250 þúsund manns að leita sér skjóls í neyðarskýlum. Á meðan gekk veðurhamurinn yfir, reif upp tré og rústaði húsum.

Styrkur fellibylja er mældur á svokölluðum Saffir-Simpson kvarða sem nær frá einum og upp í fimm. Óttast var um tíma að Gústaf yrði fimmta stigs fellibylur þegar hann gengi á land í Bandaríkjunum en vindurinn hefur farið nokkuð úr honum á síðasta sólarhring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×