Erlent

Segjast hafa fellt 220 talibana í Helmand

MYND/AP

Talsmenn hersveita Bandaríkjanna í Afganistan greindu frá því í morgun að þeir hefðu fellt um 220 talibana í aðgerð í Helmand-héraði í suðurhluta landsins í síðustu viku. Er þetta einn mesti fjöldi uppreisnarmanna sem hersveitir á vegum NATO fella í Afganistan.

Íbúar á svæðinu fullyrða hins vegar í samtali við Reuters að 70 óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum erlendra herja á sama tíma en talsmenn Bandaríkjahers hafa ekki viljað tjá sig um það. Ráðist var í aðgerðina eftir að uppreisnarmenn talibana höfðu ráðist á bílalest með birgðir á ferð í héraðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×