Erlent

Dóttir Palin á von á barni

Palin verður amma innan skamms. Mynd/ AFP.
Palin verður amma innan skamms. Mynd/ AFP.

Sautján ára gömul dóttir Söru Palin, sem nýlega var valin varaforsetaefni Johns McCain, á von á barni. Sara upplýsti almenning um þetta í dag.

Palin er mikil íhaldsmanneskja og hefur til dæmis lýst sig andsnúna fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Í yfirlýsingu sem Sara sendi fjölmiðlum í dag segir að dóttir hennar muni eiga barnið og giftast barnsföður sínum.

Ráðgjafar McCains segjast hafa vitað af því að dóttir Söru gengi með barni. Fréttamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, býst við að óléttan verði til umfjöllunar í kosningabaráttunni. Hún muni hins vegar ekki hafa áhrif á stöðu Söru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×