Erlent

Hundur sogaðist upp í götusóp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Hreinsunardeild New York-borgar kallar það sjaldgæft og óheppilegt slys að hundur skyldi hafa sogast upp í ryksugu á götusóp og drepist.

Hundurinn var af gerðinni Boston terrier og var eigandinn að viðra hann og annan hund til í Bronx-hverfinu um helgina. Eigandinn segir að skyndilega hafi kippt svo í ólina að hann snarsnerist við og það hafi verið rétt mátulega til að sjá dýrið hverfa upp í ryksugu á hreinsunarbifreiðinni.

Bílstjórinn hafi ekki veitt þessu neina athygli og hafi eigandinn þurft að elta hann töluverðan spöl áður en eftir honum var tekið. Hundurinn var þá dauður og segist eigandinn harmi sleginn. Hundarnir hafi verið honum allt eftir að börnin fóru að heiman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×