Erlent

NASA semur um hönnun tunglbúninga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá lendingu geimfarsins Phoenix á Mars.
Frá lendingu geimfarsins Phoenix á Mars. MYND/NASA

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur samið við fyrirtæki í Houston um hönnun og framleiðslu nýrra geimbúninga sem væntanlegum tunglförum er ætlað að klæðast.

Stofnunin stefnir á að senda menn til tunglsins á ný árið 2020. Samningurinn hljóðar upp á 745 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, og tekur til hönnunar, prófunar og framleiðslu tvenns konar geimbúninga. Önnur gerðin verður fyrir neyðargeimgöngur geimfara í nýju Orion-geimferjunum sem NASA vinnur nú að og munu leysa geimskutlurnar af hólmi. Hin gerðin verður sérstaklega búin til með göngu á yfirborði tunglsins í huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×