Erlent

Engar skyndilausnir segir írski utanríkisráðherrann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Það er allt of snemmt að leita lausna á þeirri niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Íra að hafna Lissabon-sáttmálanum.

Þetta segir Michael Martin, utanríkisráðherra Írlands, og bætir því við að virða beri þessa ákvörðun þjóðarinnar. Engar skyndilausnir séu til. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins verða að samþykkja sáttmálann til þess að hann taki gildi. Utanríkisráðherrar ESB koma saman til fundar í Slóveníu í dag og ræða meðal annars sáttmálann sem er eins konar stjórnarskrá sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×