Erlent

Danir segja fátæktarmörk 182.462 krónur í skoðanakönnun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/365

Hafi maður ekki efni á að halda afmælisveislu eða reka farsíma er maður fátækur samkvæmt niðurstöðum danskrar skoðanakönnunar.

Þessi atriði eru meðal þeirra sem Danir vildu miða fátækt við í könnun sem Vikublaðið A4 stóð fyrir. Meðal annarra viðmiða sem fólk vildi styðjast við í mælikvarða sínum var sjónvarpstæki, tölva, nettenging og mánaðarleg bíóferð. Fátæktarmörk í tekjum settu þátttakendur í könnuninni við 11.194 danskar krónur sem eru 182.462 íslenskar.

Þessi atriði eru meðal þeirra sem Danir vildu miða fátækt við í könnun sem Vikublaðið A4 stóð fyrir. Meðal annarra viðmiða sem fólk vildi styðjast við í mælikvarða sínum var sjónvarpstæki, tölva, nettenging og mánaðarleg bíóferð. Fátæktarmörk í tekjum settu þátttakendur í könnuninni við 11.194 danskar krónur sem eru 182.462 íslenskar.

Á hinn bóginn töldu menn það ekki vera til merkis um fátækt að hafa ekki efni á dagblaðsáskrift, árlegri utanlandsferð eða ferð á veitingahús einu sinni í mánuði. Ýmsir sérfræðingar hafa þrýst á dönsk yfirvöld að setja opinber fátæktarmörk en það hefur ekki verið óumdeilt og segir Ellen Trane Nørby, þingmaður Venstre-flokksins, það ekki leysa nein vandamál að gera fátækt að stærðfræðiformúlu. Slíkt muni aðeins leiða til málþófs og deilna í stað þess að gefa raunverulega sýn á vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×