Erlent

Nám sem yfirskin dvalarleyfis í Danmörku

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Pjetur

Dönsk menntamálayfirvöld grunar að innflytjendur frá löndum utan Evrópusambandsins noti nám sem yfirskin til þess að fá dvalarleyfi í Danmörku.

Menntamálaráðherrann Bertel Haarder hyggst í samvinnu við útlendingaeftirlit landsins gera ítarlega könnun á námsframvindu erlendu nemendanna en þeim fjölgaði um þúsund milli 2006 og 2007. Segir ráðherra að þeir sem fengið hafi inni í dönskum skólum en stundi ekki námið sem skyldi hafi orðið sér úti um dvalarleyfi á fölskum forsendum og við slíkt megi ekki búa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×