Erlent

Mugabe telur Tsvangirai espa til ofbeldis

Morgan Tsvangirai, mótframbjóðandi Mugabe.
Morgan Tsvangirai, mótframbjóðandi Mugabe.

Robert Mugabe, forseti Simbabve hefur hótað að handtaka mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, Morgan Tsvangirai, fyrir að espa til ofbeldis í landinu.

Óeirðir hafa verið í landinu vegna komandi forsetakosninga 27 júni og hafa menn Mugabe myrt fólk úr flokki Tsvangirai MDC, matargjöfum hjálparsamtaka hefur verið stolið og hjálparsamtök hindruð að vinna í landinu en margir íbúar Simbabve reiða sig á matargjafir hjálparsamtaka.

Háttsettur ráðamaður frá Sameinuðu Þjóðunum er væntanlegur í landið fyrir forsetakosningar til þess að fylgjast með því að kosningar fari rétt fram en hann er fyrsti erindreki Sameinuðu Þjóðanna til þess að koma inn í landið í 3 ár. Mugabe hefur ekki verið ákafur að hleypa erindrekum inn í landið en mikill þrýstingur hefur verið frá alþjóðasamfélaginu að hann hleypi þeim í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×