Erlent

Þrír handteknir vegna hvarfs tveggja stúlkna í Danmörku

Danskir lögreglumenn við störf.
Danskir lögreglumenn við störf.
Danska lögreglan hefur handtekið þrjá aðila vegna hvarfs sjö ára stúlku sem var tekin úr skóla í Greve í Danmörku fyrir nokkrum dögum.

Faðir stúlkunnar var handtekinn í morgun, eftir því sem danska ríkisútvarpið hefur eftir Jens Møller, hjá lögreglunni á Mið- og Vestursjálandi. Áður hafði móðir hinnar úkraínsku stúlku verið handtekin. Jafnframt var 46 ára gömul kona handtekin á föstudag. Hún var handtekin þegar lögreglan hafði fundið stúlkuna og þrettán ára gamla systur hennar eftir 11 daga leit. Lögreglan hefur ekki upplýst hvaða tengsl hin 46 ára gamla kona hefur við fjölskylduna.

Stúlkurnar tvær höfðu verið teknar af foreldrunum og settar í fóstur og óttast var að fjölskyldan myndi reyna að smygla þeim úr landi og koma þeim til ömmu þeirra og afa í Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×