Erlent

Varar við árás á Íran

Mohammed El Baradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hótar að segja af sér verði gerð árás á Íran.

Bandaríska blaðið New York Times fullyrti í gær að flugher Ísraels hefði fyrr í þessum mánuði æft loftárásir á Íran. Ísraelar hafa hvorki játað því né neitað. Í viðtali við arabísku sjónvarpsstöðina Al Arabía varar El Baradei við því að gerð verði árás, það yrði aðeins til að kveikja ófriðarbál í þessum heimshluta og steypa honum í styrjöld.

Hann sagðist þess fullviss að í augnablikinu stafaði umheiminum engin hætta að kjarnorkuáætlun Írana. Árás yrði hins vegar til að breyta því. Íranar myndu þá leggja allt sitt fé í að búa til kjarnorkusprengjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×