Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi 8. nóvember 2008 15:32 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira