Viðskipti erlent

Flykkjast til London að kaupa ódýrar jólagjafir

Íbúar á evrusvæðinu flykkjast nú til Bretlands að kaupa ódýrar jólagjafir. Pundið hefur hrunið gagnvart evrunni. Þrátt fyrir þetta er spáð samdrætti í jólaverslun í Bretlandi.

Þeir koma til Lundúna í stórum hópum með Eurostarlestum í gegnum Ermarsundsgöngin hvern dag í desember. Kaupóðir íbúar evrulanda með eitt verkefni: að ná í ódýrar jólagjafir á Oxford-stræti og í helstu verslunum Lundúnaborgar.

Pundið hefur hrunið gagnvart evrunni síðustu misseri.

En þrátt fyrir að ferðamenn streymi til borgarinnar í verslunarferðir var ekki jafn mikið um manninn í verslunarhverfi vestur-Lundúna í miðri viku og í desembermánuði síðustu ár. Bretar versla minna og því ekki búist við allt of blómlegri jólaverslun. Þess vegna eru snemmbúnar útsölur víða.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×