Sveitarfélögin fá einn milljarð kr. aukalega úr ríkissjóði 11. desember 2008 13:43 Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór. Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur eftir forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar að aukaframlag að fjárhæð 1,0 milljarður króna verði í þeim fjárlögum sem endanlega verða samþykkt og að ekki verði gerðar breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á ríkiseignir. Jafnframt standi til að heimila sveitarfélögum 0,25% stiga hækkun útsvars á næsta ári sem þýðir að hámarksútsvarsálagning getur numið 13,28% á næsta ári. Þegar endurskoðað fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár var kynnt á fréttamannafundi í morgun var m.a. greint frá því að aukaframlagið myndi falla niður að óbreyttu á næsta ári en veitt yrði heimild til sveitarfélaga í lögum að hækka útsvar svo þau gætu bætt sér upp þann tekjumissi. Aukaframlagið nam 1,4 milljarði króna á þessu ári. Ekki var getið um hve há útsvarshækkunin yrði í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Fjallað er um málið á heimasíðu sambandsins og þar segir að vegna áforma fjármálaráðuneytisins um að fella niður aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í fjárlögum næsta árs og lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á ríkiseignir hafa fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt þunga áherslu á við ráðherra og þingmenn undanfarna daga og vikur að horfið verði frá þeirri fyrirætlan. Í gærkveldi og aftur í morgun var það staðfest við Halldór Halldórsson, formann sambandsins, af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar að fallist yrði að mestu á kröfur sveitarfélaganna í þessum efnum. „Sveitarstjórnarmenn eiga að geta treyst þessum niðurstöðum. Þetta þýðir að vísu 400 milljóna króna lækkun aukaframlagins úr jöfnunarsjóði sem kallar á endurskoðun regla um úthlutun þess svo tryggja megi að það renni til þeirra sveitarfélaga sem hafa mesta þörf fyrir það", segir Halldór.
Mest lesið Íslandbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira