James með 37 stig í sigri á Chicago

LeBron James dró vagninn fyrir Cleveland í kvöldleiknum í NBA þegar lið hans lagði Chicago 95-86. James skoraði 37 stig fyrir Cleveland en fyrrum Cleveland maðurinn Larry Hughes var atkvæðamestur hjá Chicago með 23 stig.