Salan á Woolworths í uppnámi vegna fyrirstöðu banka 21. nóvember 2008 09:11 Salan á Woolworths verslunarkeðjunni í Bretlandi er komin í uppnám þar sem bankar þeir sem eiga skuldir keðjunnar neita að staðfesta söluna. Baugur á rúmlega 10% hlut í Woolworths. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Woolworths, sem rekur 800 verslanir, átt í samningum við Hilco sem sérhæfir sig í endurbyggingu fyrirtækja. Samkomulag lá á borðinu um að Hilco keypti Woolworths á eitt pund en tæki í staðinn við hluta af skuldum keðjunnar upp á 250 milljónir punda eða yfir 50 milljarða kr.. Woolworths skuldar alls 385 milljónir punda. Hópur banka og fjárfestingarsjóða á fyrrgreindar skuldir en fyrir hópnum fara Burdale Financial, dótturfélag Bank of Ireland, og GMAC Commercial. Í frétt um málið í breska blaðinu Telegraph segir að ekki hafi tekist að ná í talsmenn þessara félaga. En samkvæmt heimildum innan Woolsworths eru samningar nú við að renna út í sandinn. Ef Woolworths fer í gjaldþrot munu tugir þúsunda manns missa vinnu sína. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Salan á Woolworths verslunarkeðjunni í Bretlandi er komin í uppnám þar sem bankar þeir sem eiga skuldir keðjunnar neita að staðfesta söluna. Baugur á rúmlega 10% hlut í Woolworths. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Woolworths, sem rekur 800 verslanir, átt í samningum við Hilco sem sérhæfir sig í endurbyggingu fyrirtækja. Samkomulag lá á borðinu um að Hilco keypti Woolworths á eitt pund en tæki í staðinn við hluta af skuldum keðjunnar upp á 250 milljónir punda eða yfir 50 milljarða kr.. Woolworths skuldar alls 385 milljónir punda. Hópur banka og fjárfestingarsjóða á fyrrgreindar skuldir en fyrir hópnum fara Burdale Financial, dótturfélag Bank of Ireland, og GMAC Commercial. Í frétt um málið í breska blaðinu Telegraph segir að ekki hafi tekist að ná í talsmenn þessara félaga. En samkvæmt heimildum innan Woolsworths eru samningar nú við að renna út í sandinn. Ef Woolworths fer í gjaldþrot munu tugir þúsunda manns missa vinnu sína.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira