Viðskipti erlent

Niðursveifla á Wall Street - bílarisar óttast

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Wall Street.
Wall Street.

Sannkallað hrun varð annan daginn í röð á Wall Street í gær. Dow Jones-vísitalan féll um 5,6 prósentustig og Standard og Poor's um heil 6,7. Náði sú síðarnefnda þar með sinni lægstu stöðu í rúm ellefu ár, síðan í apríl 1997.

Fjárfestar óttast nú mjög um að illa fari fyrir bílarisunum Ford, General Motors og Chrysler en alls óvíst er hvernig fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun taka beiðni þeirra um 25 milljarða dollara björgunarstyrk. Fáist styrkurinn ekki er mögulegt að fyrirtækin þurfi að sækja um greiðslustöðvun fyrir áramót sem táknar atvinnuleysi hjá mörg hundruð þúsund manns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×