Ótti réð örlögum Sterling 21. nóvember 2008 09:45 Fjárfestingarsjóðurinn Axcel gafst að öllum líkindum upp á að kaupa Sterling vegna ótta við viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar og hins mikla áhuga fjölmiðla á félaginu. Þetta kemur fram í umfjöllun Jyllands-Posten um málið í dag. Þar er haft eftir Lisu Bo Larsen eins af skiptastjórum Sterling að Axcel hefði ekki haft hugrekki til að klára dæmið og því hefðu kaupin farið út um þúfur. Axcel óttaðist að mótmæli verkalýðshreyfingarinnar myndi þýða að fólk veldi frekar önnur flugfélög en að fljúga með Sterling. Hvað mótmælin varðar var það einkum verkalýðsfélagið CAU (Cabin Attendents Union) sem lét hörð orð falla um það samkomulag sem náðst hafði við flugmenn og flugliða Sterling. Þessir starfsmenn ætluðu að taka á sig 10% launskerðingu til að koma Sterling í loftið að nýju. CAU hefur nú lýst yfir ánægju með að Axcel hefur fallið frá kaupunum á Sterling. Fleiri en verkalýðsfélög voru óhress með að Sterling yrði endurreist. Stig Elling forstjóri Star Tours segir að fólk innan geirans hafi furðað sig á því að nokkur hefði áhuga á þessari sultukrukku. "Ekkert flugfélag vildi snerta við Sterling, byggja það upp frá grunni og jafnvel nota nafnið áfram eftir að það var rúið öllu trausti," segir Elling. Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestingarsjóðurinn Axcel gafst að öllum líkindum upp á að kaupa Sterling vegna ótta við viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar og hins mikla áhuga fjölmiðla á félaginu. Þetta kemur fram í umfjöllun Jyllands-Posten um málið í dag. Þar er haft eftir Lisu Bo Larsen eins af skiptastjórum Sterling að Axcel hefði ekki haft hugrekki til að klára dæmið og því hefðu kaupin farið út um þúfur. Axcel óttaðist að mótmæli verkalýðshreyfingarinnar myndi þýða að fólk veldi frekar önnur flugfélög en að fljúga með Sterling. Hvað mótmælin varðar var það einkum verkalýðsfélagið CAU (Cabin Attendents Union) sem lét hörð orð falla um það samkomulag sem náðst hafði við flugmenn og flugliða Sterling. Þessir starfsmenn ætluðu að taka á sig 10% launskerðingu til að koma Sterling í loftið að nýju. CAU hefur nú lýst yfir ánægju með að Axcel hefur fallið frá kaupunum á Sterling. Fleiri en verkalýðsfélög voru óhress með að Sterling yrði endurreist. Stig Elling forstjóri Star Tours segir að fólk innan geirans hafi furðað sig á því að nokkur hefði áhuga á þessari sultukrukku. "Ekkert flugfélag vildi snerta við Sterling, byggja það upp frá grunni og jafnvel nota nafnið áfram eftir að það var rúið öllu trausti," segir Elling.
Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira