Skilyrði IMF setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður 21. nóvember 2008 12:03 Greining Glitnis telur að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir lánveitingu sinni muni setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður á næstu misserum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að vænta megi nákvæmari útlistunar á næstunni á þeim aðgerðum sem íslensk yfirvöld hyggjast ráðast í til endurreisnar á hagkerfinu í samráði við IMF, sem og þeim markmiðum sem fullnægja þarf svo áætlunin gangi eftir. Einnig má gera ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni fljótlega um framkvæmd peningastefnunnar næsta kastið, hugsanlega í næstu viku. Ákvörðun IMF um að veita Íslandi aðstoð fylgdi fréttatilkynning þar sem helstu drættir áætlunar yfirvalda og sjóðsins voru dregnir upp, auk þess sem spá IMF fyrir ýmsar helstu hagstærðir var birt. "Ef marka má þann hátt sem hafður var á þegar aðstoð var veitt Ungverjalandi og Úkraínu má búast við að í næstu viku eða þeirri þarnæstu verði birtar frekari viljayfirlýsingar þar sem nánar er farið í saumana á útfærslu þeirra aðgerða sem lagðar eru til í viljayfirlýsingunni sem birt var á dögunum," segir í Morgunkorninu. "Þau skjöl sem birt hafa verið á vef IMF fyrir löndin tvö innihalda auk heldur þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo sjóðurinn greiði út þann hluta lána til þeirra sem ekki hefur þegar verið afhentur. Þessi skilyrði snúa að fyrirkomulagi gjaldeyrismála, framgangi endurskipulagningar í fjármálakerfum, stöðu opinberra fjármála og ýmissa peningalegra stærða í hagkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Verði þau skilyrði sem íslenskum yfirvöldum eru sett í takti við ofangreind skilyrði virðist ljóst að svigrúm þeirra á næstu misserum verður ekki mikið." Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Greining Glitnis telur að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir lánveitingu sinni muni setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður á næstu misserum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að vænta megi nákvæmari útlistunar á næstunni á þeim aðgerðum sem íslensk yfirvöld hyggjast ráðast í til endurreisnar á hagkerfinu í samráði við IMF, sem og þeim markmiðum sem fullnægja þarf svo áætlunin gangi eftir. Einnig má gera ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni fljótlega um framkvæmd peningastefnunnar næsta kastið, hugsanlega í næstu viku. Ákvörðun IMF um að veita Íslandi aðstoð fylgdi fréttatilkynning þar sem helstu drættir áætlunar yfirvalda og sjóðsins voru dregnir upp, auk þess sem spá IMF fyrir ýmsar helstu hagstærðir var birt. "Ef marka má þann hátt sem hafður var á þegar aðstoð var veitt Ungverjalandi og Úkraínu má búast við að í næstu viku eða þeirri þarnæstu verði birtar frekari viljayfirlýsingar þar sem nánar er farið í saumana á útfærslu þeirra aðgerða sem lagðar eru til í viljayfirlýsingunni sem birt var á dögunum," segir í Morgunkorninu. "Þau skjöl sem birt hafa verið á vef IMF fyrir löndin tvö innihalda auk heldur þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo sjóðurinn greiði út þann hluta lána til þeirra sem ekki hefur þegar verið afhentur. Þessi skilyrði snúa að fyrirkomulagi gjaldeyrismála, framgangi endurskipulagningar í fjármálakerfum, stöðu opinberra fjármála og ýmissa peningalegra stærða í hagkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Verði þau skilyrði sem íslenskum yfirvöldum eru sett í takti við ofangreind skilyrði virðist ljóst að svigrúm þeirra á næstu misserum verður ekki mikið."
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira