Skilyrði IMF setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður 21. nóvember 2008 12:03 Greining Glitnis telur að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir lánveitingu sinni muni setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður á næstu misserum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að vænta megi nákvæmari útlistunar á næstunni á þeim aðgerðum sem íslensk yfirvöld hyggjast ráðast í til endurreisnar á hagkerfinu í samráði við IMF, sem og þeim markmiðum sem fullnægja þarf svo áætlunin gangi eftir. Einnig má gera ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni fljótlega um framkvæmd peningastefnunnar næsta kastið, hugsanlega í næstu viku. Ákvörðun IMF um að veita Íslandi aðstoð fylgdi fréttatilkynning þar sem helstu drættir áætlunar yfirvalda og sjóðsins voru dregnir upp, auk þess sem spá IMF fyrir ýmsar helstu hagstærðir var birt. "Ef marka má þann hátt sem hafður var á þegar aðstoð var veitt Ungverjalandi og Úkraínu má búast við að í næstu viku eða þeirri þarnæstu verði birtar frekari viljayfirlýsingar þar sem nánar er farið í saumana á útfærslu þeirra aðgerða sem lagðar eru til í viljayfirlýsingunni sem birt var á dögunum," segir í Morgunkorninu. "Þau skjöl sem birt hafa verið á vef IMF fyrir löndin tvö innihalda auk heldur þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo sjóðurinn greiði út þann hluta lána til þeirra sem ekki hefur þegar verið afhentur. Þessi skilyrði snúa að fyrirkomulagi gjaldeyrismála, framgangi endurskipulagningar í fjármálakerfum, stöðu opinberra fjármála og ýmissa peningalegra stærða í hagkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Verði þau skilyrði sem íslenskum yfirvöldum eru sett í takti við ofangreind skilyrði virðist ljóst að svigrúm þeirra á næstu misserum verður ekki mikið." Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Greining Glitnis telur að skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) fyrir lánveitingu sinni muni setja íslenskum stjórnvöldum þröngar skorður á næstu misserum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að vænta megi nákvæmari útlistunar á næstunni á þeim aðgerðum sem íslensk yfirvöld hyggjast ráðast í til endurreisnar á hagkerfinu í samráði við IMF, sem og þeim markmiðum sem fullnægja þarf svo áætlunin gangi eftir. Einnig má gera ráð fyrir að Seðlabankinn tilkynni fljótlega um framkvæmd peningastefnunnar næsta kastið, hugsanlega í næstu viku. Ákvörðun IMF um að veita Íslandi aðstoð fylgdi fréttatilkynning þar sem helstu drættir áætlunar yfirvalda og sjóðsins voru dregnir upp, auk þess sem spá IMF fyrir ýmsar helstu hagstærðir var birt. "Ef marka má þann hátt sem hafður var á þegar aðstoð var veitt Ungverjalandi og Úkraínu má búast við að í næstu viku eða þeirri þarnæstu verði birtar frekari viljayfirlýsingar þar sem nánar er farið í saumana á útfærslu þeirra aðgerða sem lagðar eru til í viljayfirlýsingunni sem birt var á dögunum," segir í Morgunkorninu. "Þau skjöl sem birt hafa verið á vef IMF fyrir löndin tvö innihalda auk heldur þau skilyrði sem þarf að uppfylla svo sjóðurinn greiði út þann hluta lána til þeirra sem ekki hefur þegar verið afhentur. Þessi skilyrði snúa að fyrirkomulagi gjaldeyrismála, framgangi endurskipulagningar í fjármálakerfum, stöðu opinberra fjármála og ýmissa peningalegra stærða í hagkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Verði þau skilyrði sem íslenskum yfirvöldum eru sett í takti við ofangreind skilyrði virðist ljóst að svigrúm þeirra á næstu misserum verður ekki mikið."
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira