Erlent

Viðurkenna njósnir föður síns

Rosenberg-hjónin voru tekin af lífi fyrir um 50 árum.
Rosenberg-hjónin voru tekin af lífi fyrir um 50 árum.

Synir Rosenberg-hjónanna hafa játað að faðir þeirra hafi stundað njósnir fyrir Sovétríkin um miðja síðustu öld.

Foreldrar þeirra, Julius og Ethel Rosenberg, voru sakfelld árið 1951 fyrir að láta Sovétmönnum í té upplýsingar um gerð kjarnorkuvopna og tekin af lífi árið 1953. Morton Sobell, sem ákærður var ásamt hjónunum og sat inni til 1969, játaði nýverið, níutíu og eins árs að aldri, að hann hefði í félagi við Julius Rosenberg stolið ýmsum iðnaðargögnum og komið þeim til Sovétmanna. Ekki hefðu það þó verið gögn um kjarnavopn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×