Óopinber sendiherra landsins í Svíþjóð Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. maí 2008 00:01 Anders Fällman forstjóri Invik Ekki er loku fyrir það skotið, að mati forstjóra sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Invik, að sama kunni að eiga við um Ísland og Svíþjóð, að löndunum myndi farnast betur í myntsamstarfi Evrópuþjóða. Markaðurinn/Valli Anders Fällman forstjóri sænska fjármálaþjónustufélagsins Invik hafði lítil kynni haft af Íslandi eða Íslendingum áður en Milestone lauk við yfirtöku félagsins síðasta haust. „Ég hafði aldrei komið hingað þegar Milestone keypti sig inn í Invik. Ég var hins vegar forstjóri þegar félagið var í tilboðsferli. Tilboð voru opnuð 26. apríl í fyrra og ljóst að Milestone átti hæsta boð. Þetta var á fimmtudegi og á mánudagsmorgni var ég kominn í flugvél á leið til Reykjavíkur,“ segir Anders, en hann kom hingað nýverið til fundarhalds í tengslum við yfirtöku Invik á íslenskum eigum Milestone. Í sinni fyrstu heimsókn til landsins í fyrravor fundaði forstjóri Invik með forsvarsmönnum Milestone og þeir ræddu stefnu félagsins og hlutverk. „Ég hringdi svo í konuna mína og sagði henni að ég teldi næsta skref þurfa að vera að við kæmum hingað með fjölskylduna í leyfi, því ég yrði að kynnast landinu áður en ég tæki ákvörðun um næstu skref.“ Nokkrum vikum síðar var Anders Fällman kominn hingað með fjölskylduna í ferðalag. „Og skemmst er frá því að segja að við kunnum afar vel við bæði þjóð og land, en það var í raun hluti af ferlinu við að ákveða að halda áfram hjá félaginu. Síðan hef ég komið hingað ótal sinnum og kann mjög vel við mig.“ Anders segist, vegna þess að hann vinni, jú, fyrir íslenska eigendur þótt félagið sé sænskt, líta að hluta á sjálfan sig sem nokkurs konar sendiherra í Svíþjóð, en þar er hann mikils metinn í fjármálalífi landsins. Til dæmis var Anders nýverið endurkjörinn stjórnarformaður sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Carnegie. Þar átti Milestone tíu prósenta hlut þegar Anders var fyrst kjörinn stjórnarformaður en hefur nú aukið hlut sinn í sautján prósent. „Þegar fólk slúðrar og telur sig vita allt um hvert stefnir á Íslandi, kemur fyrir að ég ræski mig og bendi á að ef til vill væri betra að kynna sér staðreyndir.“ Hann segist telja að Ísland hafi orðið allverulega fyrir barðinu á lausafjárkreppunni sem gengið hefur yfir fjármálakerfi heimsins, en núna finnst honum eins og heldur birti til. „Þetta heyri ég líka hjá norrænum fjárfestingarbönkum í Lundúnum. Í vetur voru þeir mjög svartsýnir fyrir hönd landsins en núna eru þeir fremur afslappaðir,“ segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi enda jafnað sig aðeins. „Þrengingarnar eru kannski ekki alveg að baki, en ástandið hefur heldur batnað. Eigum við ekki bara að segja að það sé vor í lofti?“ Anders segist ekki vilja blanda sér í stjórnmálaumræðu hér um hvert skuli stefna í Evrópumálum. Hann kveðst hins vegar hafa verði fylgjandi bæði inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið og talsmaður þess að landið tæki upp evru. „En ég er svo sem ekki sérfróður um stöðu Íslands og veit að þið njótið samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þegar hins vegar kemur að umræðu um gjaldmiðla þá veit ég frá Svíþjóð að þar hafa reglulega verið gerðar árásir á gjaldmiðilinn og þó erum við með mun stærra hagkerfi en Ísland. Á slíkum stundum er ekki verra að hafa bakland í stærra myntbandalagi, svo mikið get ég sagt,“ segir forstjóri Invik og kveðst því þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið ætti Svíþjóð að taka upp evru. „Kannski á það líka við um Ísland, ég veit það ekki.“ Á næstu vikum kynnir sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik nýtt nafn. Breytingin er hluti af skipulagsbreytingum hjá félaginu, sem skrá á á markað í Svíþjóð á fyrri hluta næsta árs í kjölfar hlutafjárútboðs. Invik er í eigu íslenska félagsins Milestone, en um síðustu áramót færðust bæði Sjóvá og Askar Capital undir Invik. Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að „straumlínulögun“ starfsemi Invik, sem nú hefur innanborðs fjármálaþjónustufyrirtæki þau sem áður heyrðu undir Milestone hér heima. Samþættingin og skerptar áherslur í rekstrinum eru svo undanfari þess að félagið verði skráð í Nasdaq OMX-kauphöllina sænsku á fyrri hluta næsta árs. Þá hugleiðir stjórn Invik að breyta nafni félagsins. „Ætli breytingin gangi ekki í gegn innan mánaðar eða svo,“ segir Anders og bætir við að þótt breytingarnar séu ekki fastnegldar sé líklegt að Invik taki yfir nafn Moderna, en undir því heiti rekur félagið tryggingastarfsemi víða á Norðurlöndum. Fréttaskýringar Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Anders Fällman forstjóri sænska fjármálaþjónustufélagsins Invik hafði lítil kynni haft af Íslandi eða Íslendingum áður en Milestone lauk við yfirtöku félagsins síðasta haust. „Ég hafði aldrei komið hingað þegar Milestone keypti sig inn í Invik. Ég var hins vegar forstjóri þegar félagið var í tilboðsferli. Tilboð voru opnuð 26. apríl í fyrra og ljóst að Milestone átti hæsta boð. Þetta var á fimmtudegi og á mánudagsmorgni var ég kominn í flugvél á leið til Reykjavíkur,“ segir Anders, en hann kom hingað nýverið til fundarhalds í tengslum við yfirtöku Invik á íslenskum eigum Milestone. Í sinni fyrstu heimsókn til landsins í fyrravor fundaði forstjóri Invik með forsvarsmönnum Milestone og þeir ræddu stefnu félagsins og hlutverk. „Ég hringdi svo í konuna mína og sagði henni að ég teldi næsta skref þurfa að vera að við kæmum hingað með fjölskylduna í leyfi, því ég yrði að kynnast landinu áður en ég tæki ákvörðun um næstu skref.“ Nokkrum vikum síðar var Anders Fällman kominn hingað með fjölskylduna í ferðalag. „Og skemmst er frá því að segja að við kunnum afar vel við bæði þjóð og land, en það var í raun hluti af ferlinu við að ákveða að halda áfram hjá félaginu. Síðan hef ég komið hingað ótal sinnum og kann mjög vel við mig.“ Anders segist, vegna þess að hann vinni, jú, fyrir íslenska eigendur þótt félagið sé sænskt, líta að hluta á sjálfan sig sem nokkurs konar sendiherra í Svíþjóð, en þar er hann mikils metinn í fjármálalífi landsins. Til dæmis var Anders nýverið endurkjörinn stjórnarformaður sænska fjármálaþjónustufyrirtækisins Carnegie. Þar átti Milestone tíu prósenta hlut þegar Anders var fyrst kjörinn stjórnarformaður en hefur nú aukið hlut sinn í sautján prósent. „Þegar fólk slúðrar og telur sig vita allt um hvert stefnir á Íslandi, kemur fyrir að ég ræski mig og bendi á að ef til vill væri betra að kynna sér staðreyndir.“ Hann segist telja að Ísland hafi orðið allverulega fyrir barðinu á lausafjárkreppunni sem gengið hefur yfir fjármálakerfi heimsins, en núna finnst honum eins og heldur birti til. „Þetta heyri ég líka hjá norrænum fjárfestingarbönkum í Lundúnum. Í vetur voru þeir mjög svartsýnir fyrir hönd landsins en núna eru þeir fremur afslappaðir,“ segir hann og bendir á að gengi krónunnar hafi enda jafnað sig aðeins. „Þrengingarnar eru kannski ekki alveg að baki, en ástandið hefur heldur batnað. Eigum við ekki bara að segja að það sé vor í lofti?“ Anders segist ekki vilja blanda sér í stjórnmálaumræðu hér um hvert skuli stefna í Evrópumálum. Hann kveðst hins vegar hafa verði fylgjandi bæði inngöngu Svíþjóðar í Evrópusambandið og talsmaður þess að landið tæki upp evru. „En ég er svo sem ekki sérfróður um stöðu Íslands og veit að þið njótið samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þegar hins vegar kemur að umræðu um gjaldmiðla þá veit ég frá Svíþjóð að þar hafa reglulega verið gerðar árásir á gjaldmiðilinn og þó erum við með mun stærra hagkerfi en Ísland. Á slíkum stundum er ekki verra að hafa bakland í stærra myntbandalagi, svo mikið get ég sagt,“ segir forstjóri Invik og kveðst því þeirrar skoðunar að til lengri tíma litið ætti Svíþjóð að taka upp evru. „Kannski á það líka við um Ísland, ég veit það ekki.“ Á næstu vikum kynnir sænska fjármálaþjónustufyrirtækið Invik nýtt nafn. Breytingin er hluti af skipulagsbreytingum hjá félaginu, sem skrá á á markað í Svíþjóð á fyrri hluta næsta árs í kjölfar hlutafjárútboðs. Invik er í eigu íslenska félagsins Milestone, en um síðustu áramót færðust bæði Sjóvá og Askar Capital undir Invik. Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að „straumlínulögun“ starfsemi Invik, sem nú hefur innanborðs fjármálaþjónustufyrirtæki þau sem áður heyrðu undir Milestone hér heima. Samþættingin og skerptar áherslur í rekstrinum eru svo undanfari þess að félagið verði skráð í Nasdaq OMX-kauphöllina sænsku á fyrri hluta næsta árs. Þá hugleiðir stjórn Invik að breyta nafni félagsins. „Ætli breytingin gangi ekki í gegn innan mánaðar eða svo,“ segir Anders og bætir við að þótt breytingarnar séu ekki fastnegldar sé líklegt að Invik taki yfir nafn Moderna, en undir því heiti rekur félagið tryggingastarfsemi víða á Norðurlöndum.
Fréttaskýringar Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira