Óvarlegt að draga of víðtækar ályktanir Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. janúar 2008 06:00 Kauphöll Íslands Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði skarpt í viðskiptum gærdagsins, annan daginn í röð. Framan af degi hækkaði ekki nokkurt félag, en eftir ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um stýrivaxtalækkun gengu lækkanir örlítið til baka hér heima og stöku hækkun sást. Lækkanir hér heima voru í takt við þróun á mörkuðum annars staðar í heiminum. Þannig var lokað fyrir viðskipti á mörkuðum í Suður-Kóreu á mánudag þegar dagslækkunin náði 10 prósentum. Seðlabanki Bandaríkjanna brást hins vegar við snarpri gengislækkun hlutabréfa á heimsvísu með óvæntri lækkun stýri- og daglánavaxta upp á 3,5 prósent. Við þetta fóru stýrivextir úr 4,25 í 3,5 prósent. Ákvörðunin skilaði sér í snörpum viðsnúningi á evrópskum hlutabréfamörkuðum. En sú breyting gekk fljótlega til baka og fór aftur í svipað horf fyrir lokun markaða. Horft er til þess að vaxtalækkunin sporni við frekari lækkun hlutabréfaverðs, blási lífi í einkaneyslu og millibankalán sem hafa verið með dræmasta móti. Sömuleiðis varð bankinn að grípa til sinna ráða þar sem fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir á mánudag á sama tíma og helstu hlutabréfavísitölur féllu um allt að sjö prósent víða um heim. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur greiningardeildar Kaupþings, segir varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af lækkunum síðustu tveggja daga. Hann segir lækkanir á mörkuðum þegar orðnar það miklar að nái sögulegum stærðum og fjárfestar því farnir að horfa fram á veginn. „Þessar síðustu lækkanir lykta svolítið af yfirskoti,“ segir hann, en áréttar þó að því lengur sem lækkunarástand varir, verði þyngra að rífa sig upp úr því. Þá segir Haraldur Yngvi ljóst að í undangengnum lækkunum sé búið að meta inn í verð hlutabréfa mun verri afkomu en raunhæft sé að gera ráð fyrir. „Fyrst voru menn að horfa á þessi undirmálslán og ljóst að verðlækkun á mörkuðum nemur margföldum afskriftum vegna þeirra. Núna er verið að tala um mögulega kreppu í Bandaríkjunum, en gengi bréfa hefur lækkað miklu meira en svartsýnustu menn sjá fyrir sér að komið geti niður á afkomu félaga.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði skarpt í viðskiptum gærdagsins, annan daginn í röð. Framan af degi hækkaði ekki nokkurt félag, en eftir ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna um stýrivaxtalækkun gengu lækkanir örlítið til baka hér heima og stöku hækkun sást. Lækkanir hér heima voru í takt við þróun á mörkuðum annars staðar í heiminum. Þannig var lokað fyrir viðskipti á mörkuðum í Suður-Kóreu á mánudag þegar dagslækkunin náði 10 prósentum. Seðlabanki Bandaríkjanna brást hins vegar við snarpri gengislækkun hlutabréfa á heimsvísu með óvæntri lækkun stýri- og daglánavaxta upp á 3,5 prósent. Við þetta fóru stýrivextir úr 4,25 í 3,5 prósent. Ákvörðunin skilaði sér í snörpum viðsnúningi á evrópskum hlutabréfamörkuðum. En sú breyting gekk fljótlega til baka og fór aftur í svipað horf fyrir lokun markaða. Horft er til þess að vaxtalækkunin sporni við frekari lækkun hlutabréfaverðs, blási lífi í einkaneyslu og millibankalán sem hafa verið með dræmasta móti. Sömuleiðis varð bankinn að grípa til sinna ráða þar sem fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir á mánudag á sama tíma og helstu hlutabréfavísitölur féllu um allt að sjö prósent víða um heim. Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur greiningardeildar Kaupþings, segir varhugavert að draga of víðtækar ályktanir af lækkunum síðustu tveggja daga. Hann segir lækkanir á mörkuðum þegar orðnar það miklar að nái sögulegum stærðum og fjárfestar því farnir að horfa fram á veginn. „Þessar síðustu lækkanir lykta svolítið af yfirskoti,“ segir hann, en áréttar þó að því lengur sem lækkunarástand varir, verði þyngra að rífa sig upp úr því. Þá segir Haraldur Yngvi ljóst að í undangengnum lækkunum sé búið að meta inn í verð hlutabréfa mun verri afkomu en raunhæft sé að gera ráð fyrir. „Fyrst voru menn að horfa á þessi undirmálslán og ljóst að verðlækkun á mörkuðum nemur margföldum afskriftum vegna þeirra. Núna er verið að tala um mögulega kreppu í Bandaríkjunum, en gengi bréfa hefur lækkað miklu meira en svartsýnustu menn sjá fyrir sér að komið geti niður á afkomu félaga.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira