Erlent

Vilja nýja rannsókn Lockerbie-slyssins

Flak PanAm-vélarinnar við Lockerbie í Skotlandi.
Flak PanAm-vélarinnar við Lockerbie í Skotlandi. MYND/AFP

Rannsakendur Lockerbie-slyssins í Skotlandi árið 1988 hafa farið þess á leit við skosk yfirvöld að málið verði rannsakað á ný í heild sinni en þeir segja réttarhöldin í málinu ein þau óréttlátustu í skoskri réttarsögu.

Þá hafa þeir farið þess á leit að sá sakborninganna tveggja sem sakfelldur var í málinu verði sendur til síns heimalands, Líbýu, í stað þess að láta hann afplána lífstíðardóm sinn í Skotlandi. Sprengingin í farþegaþotunni yfir Lockerbie árið 1988 varð 270 manns að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×