Erlent

Mál eins sakbornings sótt sér

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Mál eins þriggja sakborninga sem ákærðir eru fyrir að myrða breskan námsmann á Ítalíu í nóvember í fyrra verður flutt sérstaklega og án tengsla við mál hinna tveggja. Þetta úrskurðaði ítalskur dómstóll í gær.

Þáttur þess aðila er talinn veigameiri en hinna en hann er ákærður fyrir að hafa haft sig mest í frammi þegar námsmanninum, sem er bresk stúlka, var nauðgað og hún svo rænd og myrt. Sakborningarnir neita allir sök en allir hafa þeir setið inni síðan skömmu eftir atburðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×