Erlent

Sígarettumál fyrir Evrópudómstól?

Frá Lúxemborg.
Frá Lúxemborg.

Skaðabótamál gegn Danmerkurdeild tóbaksframleiðandans Philip Morris mun að öllum líkindum enda fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg.

Málið hefur verið dæmt á tveimur dómstigum í Danmörku en það snýst um viðvörunarorð á sígarettupökkum og hvort þau séu í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um hættumerkingar á tóbaksumbúðum.

Philip Morris var dæmt til bóta á neðra dómstigi og einnig á því efra en bæturnar þó lækkaðar verulega þar. Um það bil fjögur mál á ári ganga frá dönskum dómstólum til Evrópudómstólsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×